Corylus cornuta

Ættkvísl
Corylus
Nafn
cornuta
Íslenskt nafn
Hornhesli (BSt)
Ætt
Birkiætt (Betulaceae)
Samheiti
C. rostrata.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Brúnn
Blómgunartími
Apríl-maí
Hæð
1-3 m (-8 m)
Vaxtarlag
Kúlulaga, opinn, fallegur lauffellandi runni, sem verður 1-3,0 m hár og líklega breiðari, það fer eftir því hve honum er leyft að breiða sig mikið út með rótarskotum. Sprotar uppréttir, mikið greindir, ungir sprotar ögn dúnhærðir.
Lýsing
Lauf egglaga til öfugegglaga, hjartalaga við grunninn, ydd, allt að 11 x 7,5 sm ögn hærð ofan, dúnhærð á æðum og æðastrengjum á neðra borði, fíntennt, stundum ögn flipótt, laufleggur 1,5 sm. Karlreklar allt að 3 sm. Blómin einkynja (einstök blóm annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni), frævast af vindinum. Plantan er sjálffrjóvgandi. Aldin (hnetur) stöku sinnum í pörum, allt að 1,5 sm, stoðblöð samandregin utan um hnetina i mjóa pípu, allt að 3 smádúnhærð með fáein þornhár. Laufin verða gul, stöku sinnum appelsínugul að haustinu.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.portlandnursery.com, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð. Hægt að rækta í stórum ílátum.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum 2013, en hefur verið sáð áður og fyrr og meir, en ekki neitt orðið úr því. Ætti að geta þrifist hér.
Yrki og undirteg.
Corylus cornuta v. californica (A. DC.) Rose, stærri runni eða allt að 8 m, lauf dúnhærðari á neðra borði.