Uppréttur runni, allt að 4 m hár. Ársprotarnir stinn- og dúnhærðir. Greinar fölbrún-dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 6 × 3 sm, oddbaugótt-egglaga, með mjóan odd, dökk mattgræn, ögn dúnhærð ofan ögn dúnhærð til hárlaus neðan. Blóm 1 sm í þvermál, hvít með bleika slikju, í 2-10 knippum, krónublöðin upprétt, fræflar 20. Aldin allt að 20 mm, aflöng sporvala, rauð, kjarnar/fræ 2-3. Blóm í júní fræ þroskast frá september til nóvember. Blómin eru tvíkynja (eru með bæði karl- og kvenæxlunarfæri) og eru frævuð af skordýrum. Myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar.
Uppruni
Himalaja, náttúrulegir vaxtarstaðir eru eikarskógar í 1300-3000 m h.y.s, Rakar skóglausar brekkur í 2500-3500 m h.y.s. i Nepal.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, beð, undirgróður. Blómin lykta af úldnum fiski ef maður dregur lykt þeirra að sér. Blómin laða flugur að og berin eru gott vetrarfóður fyrir fugla.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta udir þesstu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2004. Hefur reynst Þokkalega í Lystigarðinum, þó nokkuð kaflaskiptur (kal: 0-3) eftir árum.