Cotoneaster apiculatus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
apiculatus
Íslenskt nafn
Hvassmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Rauður með hvítu
Blómgunartími
Sumar
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi uppréttur runni, oft með skástæðar eða hangandi greinar. Ungar greinar ekki vörtóttar, en dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 1,3 sm, næstum kringlótt, þunn, samandregin í stuttan odd efst, glansandi græn, hárlaus eða með strjála dúnhæringu á neðra borði. Blómin rauð með hvítu, stök, sjaldan tvö saman, fræflar 10-13. Aldin allt að 12 mm breið, hnöttótt, rauð, kjarnar/fræ 2-4.
Uppruni
Kína.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til ein planta, reyndist vel í byrjun en varð skammlíf. Aftur hefur verið sáð til tegundarinnar 2010, hefur ekki spírað 2012.