Cotoneaster bullatus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
bullatus
Íslenskt nafn
Ígulmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Ljósbleikur, hvítur með rauðu
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
2-3 m (-4 m)
Vaxtarlag
Allhár, lauffellandi runni sem verður 2,5-4 m hár og 2,5-4 m breiður. Þarf allt að 20 ár að ná fullri stærð.
Lýsing
Lauf allt að 7 sm löng, egglaga til aflöng, oddbaugótt, langydd, þunn, með djúpar æðar, dökkgræn og gróf-blöðrótt ofan, ullhærð neðan, verða rauð og appelsínugul á haustin. Blómin lítil, fölbleik-hvít með rauðu. 2-30 knippi, knippin allt að 5 sm í þvermál, krónublöð upprétt, fræflar 15-20. Aldin tiltölulega stór, allt að 1 sm í þvermál, eggvala til hálfhnöttótt, rifsberjarauð, kjarnar/fræ 4-5.
Uppruni
V Kína
Harka
5
Heimildir
1, http://apps.rhs.org.uk
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð, í raðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2012.