Cotoneaster dammeri

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
dammeri
Yrki form
'Eicholz
Íslenskt nafn
Breiðumispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster dammeri 'Oakwood
Lífsform
Hálfsígrænn runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
0,2- 0,25 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Jarðlægur runni, allt að 25 sm hár
Lýsing
Lauf minni en á aðaltegundinni eða 1,2-2 sm en aldinin stærri, skærrauð.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í ker, í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, sem þekjurunni og á veggi. Getur litið út fyrir að vera illa hirtur, þarf snyrtingu. Vindþolinn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004. Meðalharðger. Þrífst vel.
Útbreiðsla
Er álitin vera blendingur C. dammeri og C microphyllus v. cochleatus.