Cotoneaster hjelmqvistii

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
hjelmqvistii
Íslenskt nafn
Kvistmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster horizontalis 'Coralle', Cotoneaster horizontalis 'Robustus', Cotoneaster rotundifolius hort.
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og hálfskuggi
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, lágvaxinn runni. Greinar ögn uppréttar, mjög útstæðar. Hliðagreinar með einkennandi skipan á báðum hliðum. Ungar greinar rauðleitar. Cotoneaster hjelmqvistii hefur lengi verið ruglað við C. horizontalis í vestur Evrópu.
Lýsing
Lauf eru 0,8-2 sm löng, heil, gagnstæð, heilrend, bogformuð, íhvolf, glansandi með strjál hár. Blómskipunin með 1-4 blóm, blómin 4-7 sm breið, fölbleik með dekkri rákir, með 5 krónublöð. Aldin 6-8 mm löng, öfugegglaga til hnöttótt, appelsínurauð, glansandi. Mjög skrautlegur runni vegna reglulegra greina, kóralrauðra haustlaufa og aldina. Aldin rauð-appelsínugul, þroskast í ágúst-september.
Uppruni
Kína (Gansu) (endimísk þar).
Heimildir
http://en.hortipedia.com, http://www.zszp.pl
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í ker eða í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Kvistmispill er eins og grófgert form af C. horizontalis og er oft selt sem yrkið 'Robusta' Samt sem áður er auðvelt að aðgreina tegundirnar því C hjelmqvistii er hærri en C. horizontalis og oft með uppréttari greinar, bogsveigðar og bugðóttar greinar og með smágreinar sem eru mun þéttari, (þess vegna ekki eins greinilega líkar dálki) og laufin eru alltaf stærri, næstum kringlótt, þynnri verða fyrr rauðleit að haustinu og falla fyrr.