Cotoneaster horizontalis

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
horizontalis
Ssp./var
v. perpusillus
Höfundur undirteg.
C.K. Schneid.
Íslenskt nafn
Hengimispill.
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster perpusillus (C.K. Schneid.) Flinck & Hylmö
Lífsform
Lauffellandi dvergrunni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
0,3-0,75 m
Vaxtarlag
Dvergvaxinn runnu, stuttur, 30-75 sm hár og 150-240 sm breiður, greinar þétt saman.
Lýsing
Lauf 0,6-0,8 sm, þétt saman, bylgjuð. Haustlitir fallegir. Blómin lítil. Aldinin oddbaugótt.
Uppruni
V Kína.
Sjúkdómar
Engar alvarlegar skordýraplágur hrjá runnan svo vitað sé. Bakterísjúkdomar á misplum eru þekktir a.m.k.erlendis svo sem fireblight sem er af völdum baktíu sem nefnist Erwinia amylovora. Einnig eru þekktir sveppasjúkdómar erlendis sem nefnast leaf spot (t.d. Phyllosticta cotoneastrii) og canker (Botryosphaeria). á ensku . Canker er drep í plöntu af völdum sveppa, einhverskonar átumein á greinum, sem berst milli plantna með verkfærum (klippum og sögum) sem ekki hafa verið sótthreinsuð.
Harka
4
Heimildir
1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Saning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í ker, í beðkanta, í steinhæðir. --- Hengimispill er góð garðplanta með fallega laufþekju, falleg aldin og veitir smáfuglum skjól. - Þolir næðinga, þolir loftmengun. - Þyrpingar geta myndað þekja yfir jarðveginn á sólríkum svæðum til dæmis á árbökkum og í brekkum eða þar sem vindrof jarðvegs getur átt sér stað. Skríður yfir grjót í steinhæðum eða eftir hlöðnum grjótveggjum. Hægt að festa á klifurgringur.Dugleg planta sem á auðvelt með að aðlagast, og þolir talsverðan þurrk þegar hún er búin að festa vel rætur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 2001. Þrífst vel, kelur lítið.