Cotoneaster integerrimus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
integerrimus
Íslenskt nafn
Grámispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur-hvítrauðleitur
Blómgunartími
Vor
Hæð
1-1,3 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta
Vaxtarlag
Þéttur, bráðfallegur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár í heimkynnum sínum en mun lægri hérlendis.
Lýsing
Laufin allt að 4 sm, ydd eða snubbótt, þunn, mött eða dálítið glansandi og bláleit ofan, lóhærð eða langhrokkinhærð á neðra borði, laufleggir allt að 5 mm. Blómin 3-7 í knippi, bikar og blómbotn ullhærð í fyrstu. Krónublöð upprétt, fræflar 15-20. Aldin 6,5 mm í þvermál, næstum hnöttótt, rauð, smáhnotir/fræ 2-3.
Uppruni
M & S Evrópa, V Asía. Vex í grýttum grekkum og skógum í allt að 2500 m h.y.s. í heimkynnum sínum.
Harka
z3
Heimildir
1, http://plants.usda.gov
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæður, í þyrpingar, í beð, í ker, í kassa, í brekkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, einn sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1985, önnur sem var aðfengin 1982 og gróðursett í beð sama ár, mjög falleg. Til þriðju plöntunnar var sáð 1989 og hún gróðursett í beð 1994 og til þeirrar fjórðu var sáð 1990 og hún gróðursett í beð 1994. Sú planta er mjög falleg. Harðgerður, hefur reynst vel í Lystigarðinum.