Lauffellandi runni, allt að 2 m hár, breiðvaxinn og útbreiddur. Smágreinar breiða úr sér eða er drúpandi, grá-hrokkinhærðar, seinna rauðhærð. Verður hvelfdur runni með aldrinum. Getur orðið allt að 5 m hár erlendis!
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, oftast í 2 röðum, breiðoddbaugótt-aflöng, snubbótt til hvassydd, matt-dökk græn ofan, þétt grá-hrokkinhærð neðan, seinna næstum hárlaus. Blómin rauð eða hvít með rauðu, 2-12 í knippi. Krónublöð upprétt, fræflar 30. Aldin allt að 9 mm, egglag-hnöttótt, blásvört, kjarnar/fræ 2-3.
Í þyrpingar, í raðir, í limgerði, sem stakstæður runni, í brekkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur, ein sem sáð var til 1973 og gróðursett í beð 1983, önnur sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1983, sú þriðja sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988, mjög falleg planta. Að lokum má nefna ein sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1994. Hefur reynst mjög vel í Lystigarðinum (k:0-1).
Yrki og undirteg.
Hvort C. niger eða C. melanocarpus er réttara er erfitt að átta sig á.Látum það liggja á milli hluta í bili.Cotoneater niger var. altaicus er einnig í ræktun (ekki í RHS) og jafnvel enn betri garðplanta - upprunalega frá Tianshan úr 2000 m hæð, (k 0) NB Þetta nafn hefur ekki verið staðfest enn sem komið er! Réttara nafn kannski C. altaicus. Cotoneaster niger var. commixtus Schneid. með egglaga lauf, blóm 8-15 samanCotoneaster niger var. latiflorus (Lindl.) Schneid. með mjög stór blóm og blöð, blóm í stórum drjúpandi hálfsveipum 20-40 saman.