Cotoneaster melanocarpus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
melanocarpus
Íslenskt nafn
Hrafnamispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster niger (Wahlenb.) Fries
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi
Blómalitur
Rauður eða hvítur með rauðu
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
1-2 m (-5 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2 m hár, breiðvaxinn og útbreiddur. Smágreinar breiða úr sér eða er drúpandi, grá-hrokkinhærðar, seinna rauðhærð. Verður hvelfdur runni með aldrinum. Getur orðið allt að 5 m hár erlendis!
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, oftast í 2 röðum, breiðoddbaugótt-aflöng, snubbótt til hvassydd, matt-dökk græn ofan, þétt grá-hrokkinhærð neðan, seinna næstum hárlaus. Blómin rauð eða hvít með rauðu, 2-12 í knippi. Krónublöð upprétt, fræflar 30. Aldin allt að 9 mm, egglag-hnöttótt, blásvört, kjarnar/fræ 2-3.
Uppruni
A-Evrópa til V Asía, A Mongólía.
Harka
5
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com, http://www.gardening.eu
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í limgerði, sem stakstæður runni, í brekkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur, ein sem sáð var til 1973 og gróðursett í beð 1983, önnur sem sáð var til 1978 og gróðursett í beð 1983, sú þriðja sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988, mjög falleg planta. Að lokum má nefna ein sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1994. Hefur reynst mjög vel í Lystigarðinum (k:0-1).
Yrki og undirteg.
Hvort C. niger eða C. melanocarpus er réttara er erfitt að átta sig á.Látum það liggja á milli hluta í bili.Cotoneater niger var. altaicus er einnig í ræktun (ekki í RHS) og jafnvel enn betri garðplanta - upprunalega frá Tianshan úr 2000 m hæð, (k 0) NB Þetta nafn hefur ekki verið staðfest enn sem komið er! Réttara nafn kannski C. altaicus. Cotoneaster niger var. commixtus Schneid. með egglaga lauf, blóm 8-15 samanCotoneaster niger var. latiflorus (Lindl.) Schneid. með mjög stór blóm og blöð, blóm í stórum drjúpandi hálfsveipum 20-40 saman.