Cotoneaster microphyllus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
microphyllus
Ssp./var
v. glacialis
Höfundur undirteg.
Hook. f.
Íslenskt nafn
Dvergmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster congestus Baker
Lífsform
Sígrænn eða hálfsígrænn runni
Kjörlendi
Sól, skjól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
0,4-0,5 m
Vaxtarhraði
Fremur hægvaxta.
Vaxtarlag
Sígrænn hálfrunni, allt að 1 m hár. Ungar greinar ullhærðir.
Lýsing
Laufleggir 1-2 mm, laufblaðkan oftast oddbaugótt, 6-12 × 4-7 mm, hárlaus bæði ofan og neðan, eða næstum hárlaus neðan, verða hárlaus. Blómbotn og bikarblöð ögn dúnhærð á ytra borði. Krónublöð bleikleit.
Uppruni
Himalaja, Kína (SA Xizang, NV Yunnan), Bhutan, Indland, Kashmír, Myanmar, Nepal, Sikkim í 3900-4200 m h. y. s.)
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar, rótskeytlingar.
Notkun/nytjar
Í ker, í steinhæðir, í brekkur, sem þekjurunni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006, er í sólreit 2012. Lítt reynd enn sem komið er, en er í uppeldi í garðinum. Ætti að vera þokkalega harðgerð.