Cotoneaster microphyllus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
microphyllus
Íslenskt nafn
Dvergmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
0,4-0,6 m (- 1 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Sígrænn smárunni sem getur orðið enn breiðari en hár. Greinar eru ullhærðar. Greinarnar skjóta oft rótum ef þær komast í snertingu við mold.
Lýsing
Lauf allt að 0,8 sm, egglaga til öfugegglaga, glansandi djúpgræn, hvít-grá stinn- og langhærð neðan, en verða seinna hárlaus. Blómin eru allt að 8 mm breið, 1-4 í knippi, hvít, fræflar 15-20. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af flugum. Aldin allt að 7 mm, hnöttótt, fagurrauð, kjarnar/fræ 2-3.
Uppruni
Himalaja.
Sjúkdómar
Er viðkvæmur fyrir hunangssvepp (Armillaria mellea).
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.Vindþolinn en þolir ekki sjávarseltu. Þolir vel loftmengun. Aldinin eru gott vetrarfóður fyrir margar fuglategundir. Laðar hunangsflugur að.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Skrautleg planta með nokkur form sem hafa nafn. Flest formin eru mjög hægvaxta.