Cotoneaster multiflorus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
multiflorus
Ssp./var
v. calocarpus
Höfundur undirteg.
Rehder & E.H. Wilson
Íslenskt nafn
Skrautmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-snemmsumars
Hæð
1-2 m (- 5 m)
Vaxtarlag
Sjá lýsingu á hjá aðaltegundinni.
Lýsing
Lauf oddbaugótt, stór. Mörg blóm og margar blómskipanir. Aldin þéttholda, mörg.
Uppruni
V Kína.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2003, þrífst vel.