Cotoneaster nanshan

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
nanshan
Yrki form
'Boer'
Íslenskt nafn
Vormispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Cotoneaster adpressus var. praecox, Cotoneaster praecox 'Boer'
Lífsform
Dvergrunni
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Vor
Hæð
0,4-0,6 m (-0,9 m)
Vaxtarlag
Greinar enn lóðréttari en á aðaltegundinni, ekki baksveigðar. Vex hratt. Bogsveigðar greinar, bera stór, appelsínurauð aldin.
Lýsing
Laufin sígræn-hálfsígræn, dökkgræn ofan, ljósgræn neðan dálítið vaxkennd, glansandi, snubbótt verða skærrauð að haustin. Lítil skærrauð ber sem standa fram á vetur.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
7
Heimildir
1, http://www.ontarioplants.ca
Fjölgun
Síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi, sem hengirunni. Falleg blóm og aldin, fallegir haustlitir. Berin laða að fugla að vetrinum.Þolir loftmengun.
Reynsla
Ein planta var keypt í Lystigarðinn 2007, kól mikið 2008 og lognaðist útaf 2009.