Cotoneaster obscurus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
obscurus
Íslenskt nafn
Dökkmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur eða hvítur með bleiku
Blómgunartími
Sumar
Hæð
1-2 m (-3 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár í heimkynnum sínum. Greinar útstæðar, langar og lotnar, dúnhærðar, seinna rauðbrúnar og hárlausar.
Lýsing
Laufin allt að 4 sm, egglaga-oddbaugótt, langydd, mattgræn ofan, með strjála dúnhæringu, grágul lóhærð neðan. Blómin hvít eða hvít með bleiku, 3-10 í knippi, krónublöð upprétt. Fræflar 20. Aldin allt að 9 mm, rauð eða purpuralit, kjarnar/fræ 4-5.
Uppruni
Kína (Sichuan, Huph)
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2006 og er í sólreit 2012.
Yrki og undirteg.
Cotoneaster obscurus var. cornifolius Rehd. & Wils. með stærri lauf, 4-7 sm, ullhærð á efra borði, dúnhærð á neðra borði, aldin stór, blóðrauð.