Cotoneaster racemiflorus

Ættkvísl
Cotoneaster
Nafn
racemiflorus
Íslenskt nafn
Lotmispill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-sumar
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 2 m hár með útbreitt vaxtarlag, greinar bogsveigðar, í fyrstu með grá hár.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm, egglaga-oddbaugótt, snubbótt og broddydd, langhærð ofan, hvítlóhærð neðan. Blómin hvít, allt að 9 mm í þvermál, 6-12 í knippi. Fræflar 15-20. Aldin allt að 9 mm, hnöttótt, rauð, kjarnar/fræ 1-2.
Uppruni
S Evrópa, N Afríka til Himalaja og Turkestan.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í þyrpingar, í stór ker og kassa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001. Þrífst vel, kelur ekkert.
Yrki og undirteg.
Cotoneaster racimiflorus v. veitchii Rehd. & Wils. er einnig í ræktun í garðinum. verður allt að 2 m á hæð, lauf oddbaugótt, hárlaus á efra borði en grá dúnhærð á neðra borði, blóm stærri í klösum 3-10 saman allt að 15 mm í þvermál, aldin hnöttótt, dökkrauð.Minnst er á fleiri undirtegundir í RHS svo sem C. r. var. microcarpus Rehd. & Wils. vaxrauð aldin, C. r. var. songoricus (Reg. & Herd.) Schneid. er með mjög bogsveigðar, langar greinar og C. r. v. royelanus Dipp. sem er lítill, með 3-6 blóm í hverjum kvíslskúf.