Crataegus arnoldiana

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
arnoldiana
Íslenskt nafn
Sagþyrnir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Crataegus mollis (Torr. & A. Gray) Scheele
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
4-7 m (-10 m)
Vaxtarlag
Stórvaxinn runni eða lítið, krónumikið tré. Þyrnar stórir og sterklegir. Greinar gráar til brúnar, þaktar löngum, úfnum hárum í fyrstu.
Lýsing
Lauf heil, 4-5 sm, með 4-5 hvassydda, sagtennta flipa á hvorri hlið, egglaga með bogadreginn eða þverstýfðan grunn. Laufin á langsprotunum eru miklu stærri en laufin á dverggreinunum. Blómin eru hvít, um 3 sm í þvermál, fjölmörg í mörgum, gisblóma hálfsveipum. Fræflar 10, frjóhnappar ljósgulir. Aldin um 1,5 sm í þvermál, ljósblárauð, sjaldan rauð, hnöttótt, með flókið hár á báðum endum. Fræ 3 eða 4.
Uppruni
NA Ameríka.
Harka
H4
Heimildir
2, http://eol.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í blönduð trjábeð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2004.