Crataegus calpodendron

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
calpodendron
Íslenskt nafn
Sveipþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Runni-lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
4-6 m
Vaxtarlag
Upprétt, lauffellandi tré, allt að 6 m hátt, greinar oft bognar, þyrnar stuttir eða alls engir.
Lýsing
Lauf 5-12 sm, oddbaugóttaflöng, hvassydd, grunnur fleyglaga, jaðrar grunnflipóttir, tvísagtenntir, mattgræn, hárlaus ofan, dúnhærð neðan. Blómin í uppréttum, strjálblóma, 6-12 sm löngum hálfsveip, bikar og aldinleggir langhærðir. Fræflar 16-20, frjóhnappar bleikir, stílar 2-5. Aldin upprétt, 1 sm, oddbaugótt, gulrauð.
Uppruni
Kanada, (Ontario), M Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Sakstæð tré, í raðir, í blönduð runnabeð.
Reynsla
Var í uppeldi í Lystigarðinum, en lifði stutt.