Crataegus chlorosarca

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
chlorosarca
Íslenskt nafn
Hrafnþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lávaxið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor-sumar
Hæð
5-7 m
Vaxtarlag
Lítið, pýramídalaga tré, ungar greinar eru þaktar fíngerðu hári. Þyrnar 1-1,2 sm langir, beinir.
Lýsing
Lauf 5-9 sm, breið-þríhyrnd, hærð bæði ofan og neðan en verða að lokum hárlaus á efra borði, flipar í 3-5 pörum, jaðrar með tennur sem vita fram á við. Blómin í hálfsveipkenndum skúf, 4-7 sm breiðum, krónublöð um 9 mm. Aldin svört, aldinkjöt grænt.
Uppruni
Kína (Mandsjúría).
Harka
2
Heimildir
2
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í blönduð runnabeð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkur tré undir þessu nafni, þrjú tré sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988 og tvö tré sem sáð var til 1984 sem gróðursett í beð 1988. Einnig 4 tré sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1989. Öll vaxa mjög vel og eru með rauða og fallega haustliti. Hefur reynst mjög vel í garðinum og kelur lítið sem ekkert (k:0-1), mörg eintök til í garðinum en t.d. er gott eintak frá Kirovsk 1984 (N3-BE02, 84453)