Crataegus columbiana

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
columbiana
Íslenskt nafn
Heiðaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Bleikhvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi lítið tré eða stór runni. Þyrnar grófir, 2,5-5 sm.
Lýsing
Lauf óskipt, 2,5-5 sm, öfugegglaga, grunnur fleyglaga, jaðrar með 5-9 sagtennta flipa, laufin ögn dúnhærð. Blóm fjölmörg í næstum hárlausum hálfsveipum, ljósbleikhvít. Aldin rauð eða purpuralit. Þessi tegund er náskyld C. douglasii.
Uppruni
V N-Ameríka (Breska Kólumbía til Kaliforníu).
Harka
Z5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í raðir. Þolir hvassviðri en ekki saltsteink frá hafi. Getur þolað loftmengun.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki til í Lystigarðinum.