Crataegus dahurica

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
dahurica
Íslenskt nafn
Drekaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
3-4 m
Vaxtarlag
Lítið tré eða runni, greinar dökkbrúnar, með 4 sm langa þyrna, laufgast mjög snemma.
Lýsing
Lauf egg-tígullaga til oddbaugótt, 2-5 sm löng, hvassflipótt, daufgræn, skær rauðbrún að haustinu. Blómin í hárlausum, strjálblóma klösum. Aldin kúlulaga, 8 mm í þvermál, ljósbrún.
Uppruni
SA Síbería.
Harka
5
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2000 og 2009. Lítt reynd enn sem komið er, en er í uppeldsreit í Lystigarðinum og kelur þar lítið sem ekkert (k:0-0,25).