Crataegus fabellata

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
fabellata
Íslenskt nafn
Runnaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
2-4 m (-6 m)
Vaxtarlag
Runni, allt að 4 m hár, þyrnar lítið eitt bognir, 4-10 sm langir.
Lýsing
Lauf breið-egglaga, 3-7 sm löng, tvísagtennt og með hvassydda flipa, að ofan ögn loðin, að lokum hárlaus og hrjúf. Blóm 1,5-2 sm í þvermál, bikarblöð sagtennt, frjóþræðir 10-20. Aldin hnöttótt, fagurrauð, 1 sm í þvermál.
Uppruni
A N Ameríka (Quebec).
Harka
5
Heimildir
= 1, 7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í runnabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki í ræktun í garðinum er í sáningu sem stendur (2011).