Crataegus flabellata

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
flabellata
Ssp./var
v. grayana
Höfundur undirteg.
(Eggl.) E.J. Palmer
Íslenskt nafn
Runnaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
C. grayana Eggl., C. intricata Lge.
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Vor
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Runni, 1-3 m hár, greinar með 2-4 sm langa, bogna þyrna.
Lýsing
Lauf egglaga-oddbaugótt, stutt og með hvassydda flipa, tvísagtennt, skærgræn ofan og hárlaus. Blómskipunin ögn hærð, bikarblaðaoddar með kirtilhærðar tennur. Frjóhnappar gulir. Aldin hnöttótt til eggvala, snubbótt, rauðbrún, þroskuð í október-nóvember.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar o. fl.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1994.