Crataegus jackii

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
jackii
Íslenskt nafn
Kanadaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Runni með þétta þyrna. Crataegus jackii er stundum álitinn vera samnefni C. chrysocarpa, en er mjög hærður og með stærri blóm.
Lýsing
Lauf 2,5-3 sm, sporbaugótt-egglagga, þverstýfð í grunninnn eða breið fleyglaga, flipar grunnsagtenntir. Blómin 1,5 sm í þvermál, 5-10 saman í loðnum hálfsveip, bikarblöð kirtilsagtennt, fræflar 5-10, frjóhnappar fölgulir, aldin 12 mm, breið sporlaga, föl dökkrautt, fræin 2-3.
Uppruni
Kanada (S Quebec)
Harka
4
Heimildir
= 1, http://en.wikipedia.org, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð runnabeð. Þolir hvassviðri en ekki saltsteink frá hafi, getur þolað loftmengun.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni í sólreit 2013, sem sáð var til 2001. Lítt reynd enn sem komið er, en er í uppeldi (2011).