C. oxyacantha L. emend. Jacq. C. oxyacanthoides Thuill
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, 2-5 m hátt, þyrnir allt að 2,5 sm langir, greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf öfugegglaga, 3(-5) flipótt, sljósagtenntir, grunnur yfirleitt fleyglaga, ljósgræn neðan. Axlablöð langydd, óreglulega sagtennt, Blómskipanir hárlausar, blómin í hálfsveip, hvít til bleik, 15-18 mm breið. Aldin egglaga til hnöttótt, með 2(1-3) fræ.
Uppruni
Evrópa, N Afríka.
Harka
5
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í blönduð runnabeð. Hefur lengi verið í ræktun í limgerði og görðum erlendis, næstum alltaf blandaður C. monogyna og C. × media.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2000 og 2004. Hefur reynst þokkalega í Lystigarðinum (kal 0-2) - vex þó hægt framan af aldri.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis og þar má einnig finna undirtegundnar:C. laevigata ssp. laevigata - lauf 3,5 sm, hárlaus á neðra borði.C. laevigata ssp. palmstruchii (Lindm.) Franco. - lauf áberandi hærð á blaðtaugamótum á neðra borði.