Crataegus laevigata

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
laevigata
Íslenskt nafn
Hvítþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
C. oxyacantha L. emend. Jacq. C. oxyacanthoides Thuill
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, 2-5 m hátt, þyrnir allt að 2,5 sm langir, greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf öfugegglaga, 3(-5) flipótt, sljósagtenntir, grunnur yfirleitt fleyglaga, ljósgræn neðan. Axlablöð langydd, óreglulega sagtennt, Blómskipanir hárlausar, blómin í hálfsveip, hvít til bleik, 15-18 mm breið. Aldin egglaga til hnöttótt, með 2(1-3) fræ.
Uppruni
Evrópa, N Afríka.
Harka
5
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í blönduð runnabeð. Hefur lengi verið í ræktun í limgerði og görðum erlendis, næstum alltaf blandaður C. monogyna og C. × media.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2000 og 2004. Hefur reynst þokkalega í Lystigarðinum (kal 0-2) - vex þó hægt framan af aldri.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis og þar má einnig finna undirtegundnar:C. laevigata ssp. laevigata - lauf 3,5 sm, hárlaus á neðra borði.C. laevigata ssp. palmstruchii (Lindm.) Franco. - lauf áberandi hærð á blaðtaugamótum á neðra borði.