Crataegus pentagyna

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
pentagyna
Íslenskt nafn
Vætuþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
3-5m (-7m)
Vaxtarlag
Lítið tré, allt að 5 m hátt, greinar hærðar í fyrstu. Þyrnar fáir, allt að 1 sm langir.
Lýsing
Lauf 2-6 sm, breið-egglaga til næstum öfugegglaga á greinum með blóm, grunnur útflattur eða odddreginn, með 3-7 flipa, flipar venjulega grófari nær grunninum, sagtenntir með misstórar tennur. Laufin dökkgræn og ögn langhærð á efra borði, með meira hár og ljósgrænni á neðra borði. Laufleggir allt að 2,5 sm langir. Axlablöð stór, tennt. Blóm 1,5 sm í þvermál, í lotnum, lóhærðum klösum sem eru 4-7 sm í þvermál. Fræflar 20, frjóhnappar rauðir, stílar 4-5. Aldin 1 sm, oddvala, svart-purpura.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasus, Persía.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í meðallagi harðgert í Grasagarðinum í Reykjavík og hefur náð þar 3,5 m hæð, ekki í ræktun enn sem komið er í Lystigarðinum.