Crataegus pinnatifida

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
pinnatifida
Íslenskt nafn
Doppuþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Síðla vors-snemmsumars
Hæð
4-5 m (- 6 m)
Vaxtarlag
Greinar hárlausar, með fáeina þyrna, allt að 1 sm langa.
Lýsing
Lauf 5-10 sm hyrnd til egglaga, flipar 5-9, dökkgræn ofan, ljósari neðan, glansandi bæði ofan og neðan, gul að haustinu, detta fljótt af. Blómin fá í gisnum hálfsveip, sem minnir á skúf. Króna um 1,5 sm breið, fræflar 20. Aldin um 1,5 sm í þvermál, kúlulaga til stuttegglaga, skærrauð, smádoppótt, á 2 sm löngum, grönnum leggjum, fræ 3-4.
Uppruni
N-Kína.
Harka
6
Heimildir
= 2,7
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré undir þessu nafni sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1990.