Crataegus submollis

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
submollis
Íslenskt nafn
Loðþyrnir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Blóm í júní, fræ fullþroska í september.
Hæð
4-7 m (-10 m)
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, ungir sprotar loðnir-dúnhærðir, þyrnóttir.
Lýsing
Lauf 4-8 sm, egglaga til oddbaugótt, grunnur þverstýfður, bogadreginn eða hjartalaga á blómlausum sprotum, jaðrar með 4-5 pör af grunnum, snörpum, sagtenntum flipum, þétt dúnhærða ofan, flókahærð neðan. Hæringin minnkar með aldrinum, laufið verður að lokum hárlaus á efra borði, djúpgræn og hrukkótt á neðra borði. Blómin 2 sm í þvermál, í strjálblóma og margblóma, lóhærum, hálfsveipum. Bikarflipar með rauðar kirtilþornhár, fræflar 10, frjóhnappar hvít-gulir. Aldin 1 sm, öfugegglaga til perulaga, fölrauð, lítillega dúnhærð, dettur snemma af, holdið er þurrt, fræin 5.
Uppruni
NA Bandaríkin
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2004 og ein planta í sólreit 2013, sem sáð var til 2006.