Crataegus succulenta

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
succulenta
Íslenskt nafn
Lágþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Oxyacantha succulenta (Schrad. ex Link) Lunell
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí
Hæð
2-5 m
Vaxtarlag
Greinar útstæðar, rauðbrúnar með marga, kröftuga þyrna.
Lýsing
Lauf með legg, heil, fjaðurstrengjótt, breið-fleyglaga, oddbaugótt, 5-8 sm löng, gróftennt og tvísagtennt, glansandi á efra borði, verða hárlaus á neðra borði, stakstæð á greinunum. Blómin fimmdeild, hvít, ilmandi, mörg í hærðum hálfsveipum. Fræflar 20, frjóhnappar bleikir, sjaldan hvítir. Aldin kúlulaga, yfir 1 sm í þvermál, glansandi, skarlatsrauð, skrautleg.
Uppruni
A N-Ameríka
Harka
4
Heimildir
1, 7, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í beð, í raðir, klippt og óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1991 og önnur sem sáð var til 1997 og gróðursett í beð 2001.Hefur reynst vel í Lystigarðinum það sem af er (kal 0-0,5). Hefur reynst vel í Grasagarði Reykjavíkur.