Crataegus succulenta

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
succulenta
Ssp./var
v. macracantha
Höfundur undirteg.
Lodd. ex Loudon) Eggl.
Íslenskt nafn
Lágþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur (óásjáleg blóm)
Blómgunartími
Maí
Hæð
3-5 m
Vaxtarlag
Allt að 5 m hátt tré, útstæðar, rauðbrúnar greinar, með fjölmarga, kröftuga, 7 sm langa þyrna.
Lýsing
Lauf fleyglagabreið oddbaugótt, 5-8 sm löng, gróf og tvísagtennt, glansandi á efra borði, verða að lokum hárlaus á neðra borði. Blómin mörg í hærðum hálfsveipum, fræflar 10, frjóhnappar hvítir. Aldin kúlulaga, innan við 1 sm í þvermál, glansandi, skarlatsrauð.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1994 og ein sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 2004.