Crataegus wattiana

Ættkvísl
Crataegus
Nafn
wattiana
Íslenskt nafn
Flipaþyrnir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi, lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
3-6 m
Vaxtarlag
Lítið tré sem líkist síberíuþyrni (C. sanguinea). Greinarnar glansandi, rauðbrúnar. Þyrnar stuttir, fáir eða engir.
Lýsing
Lauf 5-9 sm, egglaga, grunnur fleyglaga, hvassydd, jaðrar með 3-5 pör af fjaðurskiptum flipum, flipar sagtenntir. Blómin hvít, í hálfsveipum allt að 7 sm breiðum. Fræflar 20, frjóhnappar hvítir eða ljósgulir. Aldin 1 sm, hnöttótt, gul-appelsínugul, holdið er safaríkt, aldinin detta fljótt af trénu.
Uppruni
M Asía (Altaífjöll til Baluchistan)
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, í raðir, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum voru til tvær plöntur, annarri var sáð 1994 og hinni 1995, báðar voru komnar í sólreit skömmu seinna en urðu skammlífar. Ekki til í Lystigarðinum 2013. Mætti reyna aftur.