Cremanthodium arnicoides

Ættkvísl
Cremanthodium
Nafn
arnicoides
Íslenskt nafn
Sunnulotkarfa
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Samheiti
Senecio arnicoides
Lífsform
Lauffellandi fjölæringur.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur, svartgræn hvirfilblóm
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarlag
Grunnlauf allt að 20 sm, öfugegglaga, ydd, tennt, með lauflegg. Stöngullauf hjartalaga, ydd, tennt, legglaus.
Lýsing
Körfur allt að 6 sm í þvermál, geislaformaðar, hvolflaga, fáeinar saman í strjálum klasa, eða sjaldan stakar.Reifablöð allt að 12 mm, lensulaga, ydd, ullhærð neðan. Geislablóm gul, djúptennt, hvirfingarblóm dökk. Biðan hvít.
Uppruni
V Himalaja - S Tibet & Yunnan.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð fjallaplanta, kemur seint upp á vorin.