Cremanthodium delavayi

Ættkvísl
Cremanthodium
Nafn
delavayi
Íslenskt nafn
Hélulotkarfa
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Lífsform
Fjölæringur
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
0,5-0,8 m
Vaxtarlag
Stönglar með hvíta köngulóarvefshæringu ofantil.Grunnlauf allt að 10 sm, spjótlaga, tennt, leðurkennd, með hvíta köngulóarvefshæringu, en verða glansandi og dökkgræn, með langan legg. Stöngullauf oft egglaga, oft mjög smá.
Lýsing
Karfan geislaformuð eða skífulaga, stök, hvolflaga, ilmandi, reifablöð allt að 16 mm, oddbaugótt, ydd, purpuragræn. Hvirfingarblóm matt-appelsínugul. Biðan koparlit.
Uppruni
NA Búrma, Yunnan.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð fjallaplanta, kemur seint upp á vorin.