Cremanthodium ellisii

Ættkvísl
Cremanthodium
Nafn
ellisii
Íslenskt nafn
Fjallalotkarfa*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Samheiti
Werneria ellisii Hook.f. (Basionym); Cremathodium plantagineum f. ellisii Hook.f.) R.D.Good., Senecio kunawarensis N.C.Nair
Lífsform
Fjölæringur.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurarauður til gulur.
Blómgunartími
Júlí til september.
Hæð
5-60 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar brúsk. Grunnlauf með legg, egglaga til aflöng, hárlaus, heilrend eða tennt, sjaldan flipótt, fallegur fjölæringur oftast með eitt stórt, álútt blóm, karfan er á stuttum, sterklegum, allt að 30 sm háum stöngli.
Lýsing
Grunnlaufin eru á löngum legg með vængi, minna á lauf á græðisúru, öfugegglaga til öfuglensulaga oftast 5-15 sm löng, hárlaus og með greinilegar, gisnar tennur. Neðri hluti stöngulsins er hærður, efri hlutinn er með stálgrá ullhæringu. Stöngullauf stakstæð, legglaus, heilrend eða með fáeinar tennur, lykja um stöngulinn, verða smærri eftir því sem ofar dregur á stönglinum. Trefjótt, visin lauf mynda oft hjúp við grunn plöntunnar. Grófgerður neðanjarðarstöngullinn geymir nærinarefni og gerir plöntunni kleift að fara að vaxa næsta vor, þess vegna getur plantan vaxið þar sem snjór liggur lengi fram eftir og vaxtarskeiðið er þar af leiðandi stutt. Skriðulir jarðstönglarnir gerir mögulegt að skipta plöntunni, sem er gott á stöðum þar sem jarðvegur og skriður eru á hreyfingu vegna frosts og vatnsrofs. Það er líka ástæða þess að plantan hefur tilhneigingu til að vaxa í meira eða minna stórum breiðum.Blómkörfurnar eru 4-7 sm í þvermál, annað hvort stakstæðar erð nokkrar saman. Dökk (oft grænleit) hvirfingarblóm eru umkrýnd af gulum, geislandi, mjóoddbaugótt tungublómum, 2,5 sm löngum. Körfur 1-5, álútar, með svart-gráar reifar, reifablöð mjólensulaga, oft þakin dökku ullhári. Biðan er hvít.
Uppruni
Kína, A & V Himalaja, Indland, Nepal.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
www.kadel.cz/flora/e/kvCard.asp-Id=7198.htm, MING CAN
Fjölgun
Fræi er sáð að vorinu, rétt aðeins þakið mold, spírar á 1 mánuði við 16-21 °C. Skipting snemma vors eða að haustinu. Græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð fjallaplanta.
Útbreiðsla
Vex í graslendi og skriðum í heimkynnum sínum.