Crepis aurea

Ættkvísl
Crepis
Nafn
aurea
Íslenskt nafn
Gullskegg
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 30 sm hár. Grunnlauf allt að 10 x 3 sm, 1-10 x 0,3-30 sm, öfugegglaga til öfuglensulaga, tennt til fjaðursepótt, hárlaus, broddydd. Engin stöngullauf.
Lýsing
Blómkörfur fáeinar til margar, tungublómin gul til appelsínugul, dmbrauð á ytra borði. Reifar bandlensulaga-lensulaga, snubbótt, ytri um 10, 1/3 til 1/2 af lengd þeirra innri, þau innri 16, aflöng til lensulaga. Aldin allt að 0,6 sm, fölbrún, spjótlaga, mjókka smá saman í oddinn. Biðan mjúk, hvít.
Uppruni
Alpafjöll, fjöll Ítalíu, S & V Balkanskagi
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.