Crocus ancyrensis

Ættkvísl
Crocus
Nafn
ancyrensis
Íslenskt nafn
Sunnukrókus*
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Skærgulur til fölappelsínugulur.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Vaxtarlag
Hnýðin egglaga. Hýði hnýðanna netæðótt-trefjótt.
Lýsing
Lauf allt að 6 talsins, allt að 1 mm breið, grágræn, ná sjaldan upp fyrir blómin. Blómin smá, 1-3 talsins, blómhlífarpípan gul eða ljósblápurpura, gin gult, hárlaust. Blómhlífarblöð 1-3 × 1 sm skærgul til fölappelsínugul. Stíll þrískiptur, dökkappelsínugulur. Engin hulsturblöð.
Uppruni
Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
= 1, 17
Fjölgun
Hliðarhnýði, sáning.
Notkun/nytjar
Í trjábeð, í beðkanta.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursettir í Lystigarðinum 1997, C5-B06. Þrífst vel.