Crocus biflorus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
biflorus
Íslenskt nafn
Páskakrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor eða haust.
Hæð
8-10 sm
Vaxtarlag
Hýði rótarhnýðsins er pappírs-, leðurkennt eða eins og eggjaskurn, rifnar í hringi neðst. Lauf allt að 8 talsins, allt að 3 mm breið, oftast grágræn.
Lýsing
Aðallitur blóma er hvítur, lilla eða blár, oft með áberandi purpuralitar rákir eða æðar á ytra borði; gin er gult eða hvítt, hárlaust eða fínhært. Ekkert hulsturblað. Stoðblöð eru 2. Blómhlífarblöð eru 1,8-3 sm × 4-13 mm. Frjóknappar eru gulir, stundum svartleitir neðst eða með svart-brúnrautt ullhár. Stíll er með 3 gula eða appelsínugula frænissepa.
Uppruni
S Evrópa & V Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1, Jelitto, L. & Schacht, W.: Hardy Herbaceous Perennials London. 1990.
Fjölgun
Sáning, hnýði.
Notkun/nytjar
Í trjábeð, í beðkanta.
Reynsla
Þrífst vel.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Blómstrar á haustin eða vorin. Mjög breytileg tegund með 14 undirtegundir. Aðeins fáeinar þeirra eru í almennri ræktun.