Crocus biflorus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
biflorus
Ssp./var
ssp. pulchricolor
Höfundur undirteg.
(Herb.) B. Mathew.
Íslenskt nafn
Páskakrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Samheiti
Crocus aerius hjá mörgum höfundum en ekki Herbert.
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Djúpblár.
Blómgunartími
Apríl.
Lýsing
Blóm venjulega djúpblá, dökkna oftast niður að grunni, yfirleitt ekki með rákir á ytra borði, gin djúpgult.
Uppruni
NV Tyrkland.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hnýði.
Notkun/nytjar
Í trjábeð, í beðkanta.
Yrki og undirteg.
Yrkin Blue Bird og Blue Pearl tilheyra vafalaust þessari undirtegund. Nokkrir blendingar hafa verið ræktaðir upp af skotakrókus (C. biflorus) og tryggðakrókus (C. chrysanthus) t. d. Advance sem er með sérkennilega gul og blá blóm.