Crocus minimus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
minimus
Íslenskt nafn
Dvergkrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Milli- eða djúppurpura.
Blómgunartími
Apríl.
Vaxtarlag
Hýði hnýðanna er trefjótt, trefjar samhliða. Lauf 3-5 talsins, 0,5-1 mm breið, venjulega lengri en blómin, græn.
Lýsing
Blóm milli- eða djúppurpura að innan, venjulega gulhvít með áberandi fjólubláum æðum/blettum á ytra borði. Ginið hvítt, hárlaust. Plantan er með hulsturblað, 2 stoðblöð, sem eru mjög misstór eða örsjaldan eitt stakt. Blómhlífarblöð venjulega 2-2,7 sm × 4-8 mm. Frjóhnappar gulir, stíl með 3 gula eða appelsínugula frænissepa, hver með ógreinilega flipa eða eru breiðir og með fellingar í endann.
Uppruni
Sardinía & S Korsíka.
Harka
H3
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, hnýði.
Notkun/nytjar
Í trjábeð, í beðkanta.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1996, A7-13. Þrífst vel.