Crocus ochroleucus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
ochroleucus
Íslenskt nafn
Mánakrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Haustblómstrandi.
Vaxtarlag
Hýði hnýðanna þunnt og pappírskennt, trefjar samsíða, hálfnetæðótt efst. Lauf 3-6 talsins, 1-1,5 mm breið, ná rétt upp fyrir blómin, dökkgræn.
Lýsing
Blóm 1-3 talsins, blómhlífarpípa 5-8 sm, hvít, gin hært, fölgullgult. Blómhlífarblöð útstæð frá grunni, þau eru 2-3,5 × 1 sm, oddbaugótt, beinhvít. Stíll þrískiptur, gullgulur.
Uppruni
SV Sýrland, Líbanon, N Ísrael.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarhnýði, sáning.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta.
Reynsla
Á skrá í Lystigarðinum 2005, K8-M09. Smálaukar frá Wuppertal.