Crocus reticulatus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
reticulatus
Ssp./var
ssp. reticulatus
Íslenskt nafn
Netkrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða blápurpura.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Vaxtarlag
Hýði hnýðanna er greinilega nettrefjótt. Lauf 3-5 talsins, 0,5-1,5 mm breið, koma um leið og blómin, silfurgræn.
Lýsing
Blóm 1-2 talsins, ilmandi, pípa 3-6 sm, hvít eða blápurpura, gin slétt eða smávörtótt, rjómagult. Blómhlífðarblöð 0,5-1,5 sm, ytri blöðin ydd, hvít ofan en hvít, föl blápurpura eða bronslit neðan, oftast með 3-5 pupuralitar, æðar sem eru eins og fanir á fjöður, innri lauf eru styttri, snubbótt, hvít til blápurpura neðan. Fræflar gulir, stílar með þrjá frænissepa, sem eru skarlatsrauðir, oddar eru breiðari, vörtóttir. Ekkert hulsturblað.
Uppruni
Austur S Evrópa, SV Rússland, Tyrkland.
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1986, F2-G21. Þrífst vel.