Crocus serotinus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
serotinus
Ssp./var
ssp. serotinus
Íslenskt nafn
Skriðukrókus*
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Hvítur til blápurpura.
Blómgunartími
Haustblómstrandi.
Vaxtarlag
Hýði greinilega netæðótt-trefjótt, minnir á grindverk, mjókkar upp á við. Lauf 3-4 talsins, 0,5-2 mm breið, vaxa um leið og laufin, djúpgræn, hárlaus, jaðrar stundum snarpir.
Lýsing
Blómin ilma, trektin er 2-5 sm, hvít til blápurpura, gin dúnhært, hvítt eða beinhvítt. Flipar 2,4-4 × 1 sm, snubbóttir, fölblápurpura til lillabláir, stundum með purpuralitar æðar. Stíll margdeildur, logandi appelsínugulur, nær upp fyrir frjóhnappana.
Uppruni
Portúgal.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.