Crocus sieberi

Ættkvísl
Crocus
Nafn
sieberi
Ssp./var
ssp. atticus
Höfundur undirteg.
(Boissier & Orphanides) Mathew
Yrki form
'Violet Queen'
Íslenskt nafn
Grikkjakrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Fjólublár-ljóspurpura.
Blómgunartími
Vorblómstrandi - apríl.
Hæð
Um 8 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund.
Lýsing
Um 8 sm háar plöntur. Blómin kúpuvaxin, fjólublá-ljóspurpura á stuttum leggjum.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
1 og upplýsingar af umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður í trjá- eða runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Laukar úr blómabúð (frá Hollandi), gróðursettir í beð 1996, A4-E11. Flott eintak, sem þrífst vel, blómgast í lok apríl.