Crocus sieberi

Ættkvísl
Crocus
Nafn
sieberi
Íslenskt nafn
Grikkjakrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Föl-lilla til djúp lillapurpura.
Blómgunartími
Vorblómstrandi - apríl.
Vaxtarlag
Hýði hnýða er áberandi nettrefjótt. Lauf 2-8 talsins, 1-6 mm breið, styttri en eða jafnlöng blómunum, dökkgræn.
Lýsing

Blóm föl-lilla til djúp lilla-purpura eða hvít með purpura belti eða rákótt á ytraborði (á við ssp. sieberi frá Krít). Gin gult til appelsínugult, hárlaust eða hært. Ekkert hulsturblað. Stoðblöð 2. Blómhlífarblöð 2-4 sm × 7-15 mm. Frjóhnappar gulir, stíll með þrjá frænissepa, gula til appelsínurauða, hver þeirra er mjög breiður og í fellingum eða þeir eru flipóttir í oddinn.

Uppruni
S Albanía, S Búlgaría, S Júgóslavía, Grikkland, Krít.
Harka
H2
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning, hliðarhnýði.
Notkun/nytjar
í trjá- og runnabeð, í beðkanta.
Reynsla
Aðaltegund er ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Það afbrigði af grikkjakrókus (C. sieberi) sem oftast er í ræktun er ssp. atticus (Boissier & Orphanides) Mathew, er með lillalit blóm og trefjanet hýðisins er fremur gróft.
Útbreiðsla
ssp. sieberi (C. sieberi v. heterochromus Halacsy, C. sieberi v. versicolor Boissier & Heldreich)er hvítblóma undirtegund frá Krít og sjaldan í ræktun en blendingur hennar og ssp. atticus, nefnt Hubert Edelstein, er oft í boði.