Crocus tommasinianus

Ættkvísl
Crocus
Nafn
tommasinianus
Íslenskt nafn
Balkankrókus
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Hnýði.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Föl-lilla til djúprauðpurpura.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
6-7 sm
Vaxtarlag
Hýði hnýðanna er með fíngerðar samhliða trefjar, dálítið nettrefjótt. Lauf 3 eða 4 talsins, 2-3 mm breið, jafnlöng eða lengri en blómin, græn.
Lýsing
Blóm föl-lilla til djúprauðpurpura, oft silfruð eða rjómalit á ytra borði, stundum með dekkri odda blómhlífarblaða, sjaldan með hvítleita odda. Gin hvítt, lítið eitt hært. Með hulsturblað. Eitt stoðblað. Blómhlífarblöð 2,5-4,5 sm × 8-20 mm. Frjóhnappar gulir, stílar með 3 appelsínugula frænissepa, hver breiðari og kögraðir í oddinn.
Uppruni
S Júgóslavía til S Ungverjalands.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarhnýði, sáning, hnýði lögð í september-október´á 6-8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1989, F2-BB58. Þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Barrs Purple blómhlífarblöð blápurpura eða purpura í oddinn. ɛÁ skrá í Lystigarðinum. Gróðursett 1999, F2-BA04. Þrífst vel.Ruby Giant er ef til vill blendingur vorkrókusar (C. vernus), blóm dökkrauðpurpura, sérstaklega ofantil og neðst á blómhlífarblöðunum. ɛÁ skrá í Lystigarðinum, hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett 1988, N6-B05. Þrífst vel.Whitewell Purple blóm purpura-blápurpura, utan silfur blápurpura. ɛÁ skrá í Lystigarðinum, hnýði úr blómabúð gróðursett í beð 1989, F2-I38. Þrífst vel.