Cymbalaria muralis

Ættkvísl
Cymbalaria
Nafn
muralis
Íslenskt nafn
Dvergamunnur
Ætt
Scrophulariaceae
Samheiti
Linaria cymbalaria
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
lillablár, gulleitur ginpoki
Blómgunartími
ágúst
Hæð
0.1-0.2m
Vaxtarlag
getur myndað Þétta breiðu þráðmjórra stöngla sem skjóta rótum
Lýsing
blómin lillablá með gullleitum ginpoka, sáir sér allnokkuð, blöðin ljósgræn, nýrlaga með 5 oddmjóum sepum
Uppruni
ílend í SV & M Evrópu
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
skipting að vori eða hausti, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, kanta, ker, breiðu, hleðslur, stéttar
Reynsla
Sáir sér allnokkuð og getur orðið hálfgert illgresi, oft skammlíf
Yrki og undirteg.
'Alba' hvít, 'Maxima' stór blóm, 'Nana Alba' dvergur um 5cm, 'Globosa Alba' Þýfð, hvít