Cytisus decumbens

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
decumbens
Íslenskt nafn
Flatsópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Skærgulur
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars
Hæð
0,1-0,3 m
Vaxtarlag
Uppsveigður eða jarðlægur runni, 0,1-0,3 m hár. Greinar dúnhærðar meðan þær eru ungar.
Lýsing
Lauf 6-20 × 3-4 mm, heil/óskipt, aflöng til öfugegglaga, legglaus, þéttdúnhærð einkum á neðra borði. blóm 13-16 mm, 1-3 saman, skærgul, blómleggir grannir, 8-13 mm, bikar 5 mm, bjöllulaga, hærð, fáninn 10-14 mm, egglaga. Belgurinn 20-32 × 6 mm, loðinn, fræ 4.
Uppruni
Fjöll S Evrópu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, 8 sm græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í beð, í kanta.
Reynsla
Er ekki til Lystigarðinum. Meðalharðgerður runni, þarf skýlingu, þolir illa flutning. Er með Rhizobium bakteríur á rótum og þarf þar af leiðandi ekki mikla áburðargjöf.