Cytisus nigricans

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
nigricans
Íslenskt nafn
Dökksópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
Lembotropis nigricans (L.) Griseb.
Lífsform
Uppréttur runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
0,5-1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, 0,5-1,5 m hár. Sprotar sívalir 1-2 mm í þvermál, hærðir.
Lýsing
Lauf þrífingruð, laufleggir 6-18 mm, smálauf 1-3 × 0,5-1 sm, aflöng til öfugegglaga, hárlaus og djúpgræn á efra borði, lítið eitt dúnhærð og fölgræn á neðra borði. Blómin 7-10 mm, gul í endastæðum, silkihærðum klösum, 8-20 sm löngum. Blómleggir 4-8 mm, loðnir, bikar loðinn, fáni 7-10 × 6 mm. Belgir 20-35 × 5-6 mm, bandlaga-aflangir, dúnhærðir.
Uppruni
SA & A Evrópa að gömlu Ráðstjórnaríkjunum meðtöldum
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blönduð beð.
Reynsla
Var til í Lystigarðinum en er það ekki lengur 2013. Talinn vera í meðallagi harðgerður og var hálfgerður aumingi í Lystigarðinum, kom seint til á vorin og rétt tórði undir lokin.