Cytisus × praecox

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
× praecox
Íslenskt nafn
Vorsópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Fölgulur
Blómgunartími
Vor
Hæð
0,5-1,2 m (-2 m)
Vaxtarlag
Blendingur C. multiflorus og C. purgans. Líkur C. multiflorus, en þéttari og massameiri ungar greinar. Runni 0,5-1,2 m hár, greinar grannar, öskugrænar.
Lýsing
Lauf 8-20 mm, oftast ósamsett, silkihærð, skammæ, lensulaga til band-spaðalaga, blóm fölgul, 1 eða 2 í blaðöxlum, mörg, lítil, illalyktandi.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning (fræplöntur lifa lengur), græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum. Fremur viðkvæmur, Þarf helst vetrarskýli.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis t.d. 'Albus', 'Allgold', 'Frisia' og mörg fleiri.