Cytisus purgans

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
purgans
Íslenskt nafn
Geislasópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Uppsveigður runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Sterkgulur
Blómgunartími
Vor til snemmsumars
Hæð
0,3-1 m
Vaxtarlag
Uppsveigður eða uppréttur runni, 30-100 sm hár, greinar sívalar, stífar, rákóttar. Ungir sprotar dúnhærðir, verða hárlausir.
Lýsing
Lauf óskipt, (neðri laufin þrífingruð), skammæ, legglaus, smálauf 6-12 mm, öfuglensulaga-spaðalaga til bandlensulaga, löng, silkihærð neðan, meira eða minna hárlaus á efra borði. Blómin um 12 mm, sterkgul, ilmandi, 1-2 í blaðöxlunum, blómleggir 5 mm, bikar dúnhærður. Fáni 10-12 mm. Belgir 15-30 x 5-7 mm, með þétt mjúkt hár, fræ 3-4.
Uppruni
S Evrópa, N Afríka
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning (fræplöntur lifa lengur), síðsumarsgræðlingar.
Notkun/nytjar
Stórar steinhæðir, í blönduð beð, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1979 og 1984 og gróðursettar í beð 1988. Geislasópurinn hefur reynst vel í Lystigarðinum (k=0-2), er dálítið eitraður (hefur leysandi áhrif). Fullorðnar plöntur þola illa flutning. Talinn einna harðgerðastur af sópunum. Æskilegt er að skýla ungum plöntum að vetrinum. Á rótum sópa lifa Rhizobium bakteríur sem vinna köfnunarefni úr loftinu og leggja runnanum til næringu, því þurfa þeir litla sem enga áburðargjöf (of mikill áburður er fremur til skaða). Má klippa niður en gæta verður að því að skilja eftir hjálpargreinar (nokkrar grænar greinar) til að draga upp safa frá rótinni.
Yrki og undirteg.
Cytisus purgans 'Aleida' glæsilegt vaxtarlag, mjög blómsælt yrki.