Cytisus purpureus

Ættkvísl
Cytisus
Nafn
purpureus
Íslenskt nafn
Purpurasópur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
Chamaecytisus purpureus (Scop.) Link.
Lífsform
Uppréttur runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Bleikur - skarlatsrauður
Blómgunartími
Síðla vors til snemmsumars
Hæð
0,5 - 0.9 m
Vaxtarlag
Allt að 0.9 m hár runni, þétt marggreindur og lágvaxinn, hálf jarðlægur. Greinar meira eða minn hárlausar, grágrænar.
Lýsing
Smálauf 0,6-2,4 sm, öfugegglaga, hárlaus, hvassydd, dökkgræn. Laufleggir 0,6-2,4 sm. Blóm stór, fölbleik, lilla með rúbínrauða slikju eða skarlatsrauða, 1-3 í blaðöxlunum. Bikar 0,8-1 × 3 sm, ögn dúnhærður. Fáni 1,5-2,5 sm, með dökkan miðblett. Belgur 1,5-2,5 × 0,4-0,5 sm, hárlaus, fræ 3-4 í hverjum belg.
Uppruni
SA Evrópa, N Júgóslavía, N Albanía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, græðlingar frá 2009 sem gróðursettar voru í beð 2010, upp við húsvegg. Þrífast mjög vel þar og blómstra árlega.